„Það flugu einhverjar flöskur á sviðið“

Snorri Helgason ætti að vera flestum kunnur. Hann byrjaði að glamra á gítarinn sautján ára gamall og hefur ekki sleppt takinu af honum síðan. Snorri ræddi við Monitor um nýjustu plötu sína og óþægilega tónleika á Þjóðhátíð í Eyjum.


Fyrstu 6 í kennitölu: 010684
Besti tónlistarmaður í heimi: Gummi, Silla, Maggi, Danni og Daði.
Hversu skrýtinn ert þú á skalanum 8-19: Svona 13
Morgunmatur: Egg og beikon og kaffi.
Skemmtilegasti hljómsveitarmeðlimur: Allir. 


Nú heitir nýja platan þín Autumn skies og platan þar á undan Winter sun, blundar einhver veðurfræðiáhugi í þér?

Já reyndar, en það tengist þessu í raun og veru ekki. Þessar plötur eru að vissu leyti gefnar út sem systurplötur, eða það var allavega hugsunin þegar ég setti fram titilinn á plötuna. Titillinn kom áður en platan varð til, sem er svolítið óvenjulegt og hefur aldrei gerst hjá mér áður. Þetta varð nokkurs konar vinnutitill og pælingin var bæði hvaða áhrif haustið sem slíkt hefur á mann og líka haustið bara sem tilfinning.

Hvernig er að vera tónlistarmaður á Íslandi? Getur maður haft það gott eða er þetta mikið hark?

Þetta er mjög mikið hark og það eru fáir sem hafa það mjög gott. Maður þarf alltaf að vera að, vinna mikið og gera jafnvel alls konar hluti í tónlistinni sem maður vill ekkert endilega vera að gera. Á móti kemur hins vegar að maður gerir þetta af því að maður elskar þetta. Maður á aldrei neinn pening en maður fær að ferðast og gera það sem manni finnst skemmtilegast.

Hefur þú lent í einhverjum fyndnum uppákomum í tengslum við tónlistina?

Stór partur af ferli hljómsveitarinnar Sprengjuhallarinnar var svolítið skrýtinn. En ég held að það sem stendur upp úr sé það þegar Sprengjuhöllin spilaði á Þjóðhátíð í Eyjum áður en platan okkar kom út. Við vorum alveg nýtt band, kunnum varla á hljóðfærin okkar og vorum að spila alveg óþekkt efni fyrir mörg þúsund manns rétt á undan flugeldasýningunni. Það var ótrúlega gaman en viðbrögðin voru reyndar misjöfn, það flugu einhverjar flöskur upp á sviðið og svona.

Þú stefnir þá ekki á að spila á Þjóðhátíð aftur í bráð?

(Hlær) Nei, ég býst ekki við því neitt fljótlega allavega.

Hér sést aðeins brot úr viðtalinu við Snorra Helgason, viðtalið má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Monitor hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að afla sér tekna merkir líklega að maður þurfi að leggja á sig það sama og margir aðrir, en með sínum einstaka hætti. Peningamálin ættu að komast í eðlilegt horf á næstunni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Jojo Moyes
4
Sólveig Pálsdóttir
5
Carin Gerhardsen