Íslendingar í Google Street View

Skemmst er að minnast þess er Google byrjaði að mynda staði vítt og breitt um landið fyrir forritin Google Maps og Google Street View. Miklar myndatökur fóru fram í sumar en þegar mest lét voru hér tveir Google bílar sem óku út um allar trissur og mynduðu. Síðustu daga hafa margir Íslendingar kynnt sér myndefnið og hafa sumir þeirra rekið upp stór augu.

Nokkrir íslenskir netverjar hafa nefnilega komið auga á sjálfa sig í forritinu. Einstaka myndir eru uppstilltar en flestar þeirra eru þó myndefnunum algjörlega að óvörum. Fólkið má sjá stunda hina ýmsu iðju, m.a. mála þvottasnúrugrindur og ganga til vinnu. Deilt hefur verið um það hvort myndatökur Google brjóti í bága við friðhelgi einkalífsins, og erlendis hafa m.a. fallið dómsúrskurðir um málið. Hvað sem þessu líður eru myndirnar eflaust óvænt skemmtun fyrir marga, en nokkrar slíkar má sjá hér að ofan. 

Monitor hvetur lesendur sem finna sjálfa sig á Google Street View til þess að senda myndir á hersir@monitor.is

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einsettu þér að halda jafnvægi á milli einkalífs og vinnunnar og þá koma hlutirnir af sjálfu sér. Ekki missa kjarkinn þó illa gangi að fjármagna verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan