20 ár af tvörki í Bandaríkjunum

Tvörkið er að tröllríða heiminum þessa dagana. Poppgoðið Miley Cyrus hefur gert aðdáendum sínum um allan heim það morgunljóst að ef þú kannt ekki að tvörka þá ert þú einfaldlega ekki fullgildur þjóðfélagsþegn. 

Þetta ættu allir að vita. Annað og öllu áhugaverðara er sú staðreynd að tvörkið svokallaða er ekki nýtt af nálinni. Þvert á móti hefur fyrirbærið verið til árum saman og má sjá tilvísanir í það í hinum ýmsu dægurlögum og sjónvarpsefni. Hér stiklar Monitor á stóru í sögu tvörksins í heiminum.  

1993: Tvörkið kemur fyrst fram í kringum tegund af hip hop tónlist sem kallast „bounce“ í New Orleans. Fyrsta skráða notkun á orðinu tvörk kemur fram í lagi DJ Jubilee „Do the Jubilee All“ in 1993 þar sem meðal annars segir „Twerk baby, twerk baby, twerk, twerk, twerk." 

1995: Kvenrapparinn Cheeky Blakk gefur út lagið „Twerk Something“.

2001: Bubba Sparxxx og Timbaland gefa út lag í sameiningu sem nefnist „Twerk a Little."

2003: Tvörkið er í fyrsta sinn skilgreint í slangur orðabók internetsins, Urban Dictionary, með setningunni „To work one's body, as in dancing, especially the rear end."

2005: Lag Beyonce „Check On It“ kemst í fyrsta sæti bandaríska Billboard listans en viðlag þess inniheldur setninguna „Dip it, pop it, twerk it, stop it, check on me tonight.“

2006:  Lag Justin Timberlake „SexyBack“ slær í gegn en það inniheldur setninguna „Let me see what ya twerkin' with.“

2009: Þrjár unglingsstúlkur frá Atlanta sem kalla sig The Twerk Team setja myndband af sér á veraldarvefinn þar sem þær tvörka við lagið „Donk“ með Soulja Boy. Meira en milljón manns horfa á myndbandið á innan við viku.

2012: Myndband Diplo & Nicky Da B „Express Yourself" hjálpar dansinum að komast enn frekar á framfæri með heilli skrúðgöngu af tvörkurum, þar á meðal tvörkurum á hvolfi. 

Ágúst 2013: Miley Cyrus tvörkar á VMA hátíðinni.

- The Oxford English Dictionary bætir tvörkinu við orðasafn sitt. 

- Lil Twist gefur út lag sem heitir einfaldlega „Twerk“ með Miley Cyrus og Justin Bieber.

- Diplo tilkynnir að hann hyggst setja heimsmet í hóp tvörki á Electric Zoo festival í New York. Ekkert verður af metinu þar sem síðasta degi hátíðarinnar var aflýst sökum dauðsfalla af völdum eiturlyfja.  

Hér sést aðeins brot úr sögu tvörksins í Bandaríkjunum, umfjöllunina má lesa í heild sinni í nýjasta tölublaði Monitor hér að neðan. 


mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir