Jerome Jarr sleppt úr haldi lögreglu

Jerome Jarre
Jerome Jarre Mynd/Twitter

„Við vildum eingöngu gleðja fólk,“ segir Jerome Jarr á twittersíðu sinni en þeim Nash Grier tókst að skapa upplausnarástand í Smáralind í dag. Félagarnir, sem eru gríðarlega vinsælir meðal ungra Íslendinga, boðuðu komu sína í verslunarmiðstöðina og báðu fólk að mæta. Sú ósk var sannarlega uppfyllt.

Talið er að þúsundir ungmenna á aldrinum 10-15 ára hafi reynt að berja „stjörnurnar“ augum og var hávaðinn í Smáralind verulegur. Talsvert ónæði var af krökkunum og voru unnar skemmdir á nokkrum bifreiðum sem stóðu við verslunarmiðstöðina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til og voru þeir Jarr og Grier færðir á lögreglustöð til skýrslutöku. „Bið og vona að enginn hafi slasast,“ segir Jarr á twittersíðu sinni og bætir við að þeir Grier hafi verið að losna úr haldi lögreglu.

Þriggja ára stúlka hlaupin niður

Ein þeirra sem voru staddir í Smáralind í dag var Thelma Þorbergsdóttir, matarbloggari á Gott í matinn. Hún var þar ásamt móður sinni og þriggja ára dóttur. „Ég og mútta vorum á röltinu þarna í dag og Hildur Emelía hlaupin niður! Hef aldrei séð annað eins,“ segir Thelma á facebooksíðu sinni.

Í samtali við mbl.is segir Thelma þó að Hildur Emelía - þriggja ára dóttir hennar - hafi ekki slasast en henni hafi þó verið nokkuð brugðið. „Það voru allir hlaupandi þarna um allt, eins og skæruliðar. Ég hef aldrei séð annað eins. Hún er ekki í hæð krakkanna þannig að hún sást ekkert.“

Thelma segist þó ekki hafa flúið Smáralind, eins og margir aðrir, heldur klárað sín innkaup. „En ég hef aldrei áður séð svona marga unglinga samankomna.“

Þekktir fyrir örmyndbönd

Jerome Jarr og Nash Grier eru líklega ekki nöfn sem allir kannast við. Þeir njóta mikillar hylli fyrir þá list að búa til svonefnd Vine-myndbönd. Vine er app fyrir snjallsíma en með því er hægt að taka upp sex sekúndna myndskeið og setja á netið. Jarr og Grier þykja ægilega flinkir við að búa til sniðug myndbönd og hefur Jarr meðal annars komið fram í spjallþætti í Bandaríkjunum.

Þeir hafa dvalið á Íslandi undanfarna daga og meðal annars farið í Bláa lónið. Myndbönd frá Jarr má sjá hér.

Frétt Monitor: Jerome Jarr olli uppnámi í Smáralind

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Menn líta til þín um lausn mála, þú veist að þú bregst ekki. Eftir nokkra daga færðu bestu fréttir lífs þíns.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup