Jerome Jarre olli uppnámi í Smáralind

„Ég vil biðja alla þá sem komu í Smáralind afsökunar. Fyrirgefðu. :( Við áttum ekki von á svona mörgum. Ég vona að enginn hafi slasast,“ segir Jerome Jarre sem er augljóslega afskaplega vinsæll hjá yngri kynslóðinni á Íslandi en hundruð 10-15 ára barna vildu berja Jarre augum í Smáralind í dag.

Jarre setti skilaboðin inn á twittersíðu sína. Hann er hins vegar vinsæll fyrir Vine-myndbönd. Starfsmaður Eymundsson sem Monitor ræddi við segir að hávaðinn í Smáralind hafi verið óbærilegur um tíma. Þá hafi verið gríðarlegur troðningur og ung stúlka hafi misst meðvitund í troðningnum.

Starfsmaðurinn segir að Jarre hafi auglýst á Instagram að hann myndi hitta félaga sinn Nash Grier í Smáralind klukkan 16 í dag. Instagram-myndin hafi farið eins og eldur í sinu um netheima og augljóslega komið fyrir augu íslenskra ungmenna.

Geir Finnsson var einn þeirra sem komu við í Smáralindinni í dag. Á facebooksíðu hans má sjá myndband frá látunum sem sköpuðust í Smáralindinni.

Hér má sjá auglýsingu Jarre og Grier á Vine

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitthvað sem einu sinni var fullnægjandi umbun virðast hreinir smámunir núna. Eyddu ekki tímanum í volæði heldur taktu til hendinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kathryn Hughes
4
Torill Thorup