Kitchenaid yfirhalning á einum sólarhring

Kitchen-Aid vélin tekur sig vel út
Kitchen-Aid vélin tekur sig vel út

Ég er eflaust ekki sú eina sem stoppar fyrir utan allar heimilis- og raftækjabúðir og horfi löngunaraugum á öll fínu og fallegu tækin í glugganum. Í mínu tilfelli voru það Kitchenaid hrærivélarnar sem heilluðu. Ég gat slefað tímunum saman yfir öllum litunum sem boðið var upp á. Eini gallinn var sá að hvorki ég, eða flestir aðrir sem ég þekki, hafa efni á að splæsa í eitt stykki Kitchenaid bara svona upp á gamanið. Þegar nefið á mér var næstum farið að haldast uppflett eftir marga mánuði upp við rúðurnar sem aðskildu mig og þessa dásemd varð ég fyrir því láni að rekast á sölusíðu á netinu með notuðum munum. Aðeins nokkrum mínútum áður hafði einhver sett inn auglýsingu fyrir eldgamla, 60 ára Hobart Kitchenaid vél (fyrir þá sem eru ókunnugir þá framleiðir Artisan Kitchenaid-vélarnar í dag) og án frekari umhugsunar fjárfesti ég í henni.

Þetta var ekki beinlínis það sem ég hafði haft í huga samt sem áður. Í mínum ímyndaða heimi var ég með fallega, skínandi, glænýja vél. Þetta sem ég hafði á milli handanna fylgdi ekki alveg þeirri lýsingu. Hvíti liturinn var varla hvítur lengur og meðfram öllum samskeytum voru 60 ára birgðir af feiti og kökudeigsafgöngum. Eitthvað þurfti að gera, svo ég ákvað að grípa til drastískra aðgerða. Þessi elska skyldi fá „make-over“.

Mig hafði alltaf langað í rauða vél svo rauð skyldi hún verða. Eftir ýtarlega rannsókn á þessu á netinu skundaði ég rakleiðis út í búð og keypti mér það allra nauðsynlegasta í slíka yfirhalningu. Samkvæmt leiðbeiningum fjárfesti ég í sandpappírssvamp, grunnspreyi og rauðu úðaspreyi.

Mig hafði alltaf langað í rauða vél svo rauð skyldi hún verða. Eftir ýtarlega rannsókn á þessu á netinu skundaði ég rakleiðis út í búð og keypti mér það allra nauðsynlegasta í slíka yfirhalningu. Samkvæmt leiðbeiningum fjárfesti ég í sandpappírssvamp, grunnspreyi og rauðu úðaspreyi.

Ég byrjaði að reyna að losa um skítinn með venjulegu hreinsispreyi og tusku en eftir klukkutíma kom í ljós að það þyrfti að grípa til einhvers sterkara, svo ég tók það sem hendi var næst og þurrkaði yfir með naglalakksleysi og bómull, sem reyndist mér vel.

Yfirhalningin er aðeins hálfnuð,lestu meira í nýjasta blaði Monitor hér að neðan.

Hrærivélin fyrir og eftir yfirhalninguna
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samtal við einhvern þér eldri og vitrari, hugsanlega um heimspeki eða trúmál, getur orðið þér lærdómsríkt. Notaðu daginn til þess að sletta úr klaufunum, láta hugann reika og slappa af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir