Námsmannavæn súkkulaðimús

After-eight súkkulaði mús að hætti Huldu Hvannar.
After-eight súkkulaði mús að hætti Huldu Hvannar.

Hulda Hvönn Kristinsdóttir er námsmaður og móðir sem er dugleg að finna ódýrar leiðir að lífsins lystisemdum. Hér kennir hún lesendum Monitor að búa til sérlega girnilega after-eight-súkkulaðimús en til þess notaði hún rauðu Kitchen-aid-vélina sem hún kenndi lesendum að gera upp í síðasta tölublaði Monitor.

Stundum vantar mann eftirrétt sem er auðvelt að galdra fram, er ódýr í innkaupum en bragðast samt svo ótrúlega vel. Gömul fjölskylduuppskrift með nýju twisti virtist vera tilvalin í þetta starf og vegna margra áskorana í gegnum Facebook um að deila uppskriftinni ákvað ég að deila henni ekki bara með þeim sem báðu sérstaklega um það, heldur öllum.

Hún er ótrúlega imbaheld í gerð en það finnst ekki á bragðinu. Mörgum finnst súkkulaðimús þung í maga og geta illa borðað mikið af henni en létt myntubragðið af after-eightinu gefur músinni ferskan keim og er auðveldari í maga.

Það eina sem þú þarft í uppskriftina eru egg, rjómi, suðusúkkulaði og pakki af after-eight. Gott að hafa það í huga að hver manneskja borðar u.þ.b. 100-150 ml af rjóma og hægt að miða magnið út frá því, en samt er alltaf betra að gera meira en minna.

Uppskrift fyrir 4 er þá:

500 ml rjóma (2 pelar)

200 g suðusúkkulaði

2 eggjarauður

After-eight eftir smekk (ég vildi hafa sterkt bragð svo ég notaði um ¼ úr kassa)

Jarðarber og örlítið af flórsykri (má sleppa)

Mörgum finnst gott að nota kaffi eða líkjör til að hrista upp í bragðinu en þar sem rétturinn inniheldur after-eight fannst mér slíkt óþarfi.

Ég byrjaði á því að þeyta rjómann í sætu, rauðu kitchenaid-vélinni minni. Ég reyni að milliþeyta hann þannig að hann sé ekki alveg stífur en haldi samt sem áður forminu þótt skálinni sé velt til.

Súkkulaðið og after-eightið er brætt yfir vatnsbaði þangað til að það er orðið að þykkum og jöfnum súkkulaðivökva.

Eggjarauðunum er því næst bætt út í súkkulaðið og hrært varlega saman þar til það er vel blandað.

Því næst er súkkulaðiblandan hrærð saman við þeytta rjómann gætilega. Blandan verður eflaust svolítið kornótt vegna after-eightsins sem blandast ekki fullkomlega við súkkulaðið en það kemur ekki niður á bragðinu, litlir súkkulaðibitar hafa sjaldan gert eftirrétti verri.

Ég valdi að bera músina mína fram í múmínbollunum mínum og skar svo eins og 1-2 jarðarber út á hvern bolla og toppaði með flórsykri, svona til að poppa upp útlitið. Ég skellti þessu svo með plastfilmu inn í ísskáp yfir nótt því mér finnst músin mín best köld, en fáir eru sammála mér í þessu og vilja fá músina létta og silkimjúka beint úr eldhúsinu.

Þetta tók mig svona 30 mínútur held ég, 30 mínútur af lífi mínu sem ég sá ekki eftir. Sá sem hefur ekki fengið súkkulaðimús hefur ekki lifað lífinu til fulls.

Fyrst er rjóminn þeyttur.
Fyrst er rjóminn þeyttur.
Súkkulaði og After-Eight er brætt yfir vatnsbaði.
Súkkulaði og After-Eight er brætt yfir vatnsbaði.
Eggjarauðunum er blandað varlega út í súkkulaðiblönduna.
Eggjarauðunum er blandað varlega út í súkkulaðiblönduna.
Rjómanum og súkkulaðiblöndunni er hrært gætilega saman.
Rjómanum og súkkulaðiblöndunni er hrært gætilega saman.
Loks er músin skreytt, kæld og borin fram.
Loks er músin skreytt, kæld og borin fram.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Létta lundin þín mun afla þér stuðnings og samvinnu á vinnustað. Farðu oftar út að ganga.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Unnur Lilja Aradóttir
2
Kathryn Hughes
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Torill Thorup
5
Jenny Colgan