Í dag bættust fleiri listamenn í hóp þeirra sem munu koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum þetta árið. Áður hafði verið tilkynnt um Mammýt, Kaleo Skítamóral og Quarashi en í morgun bættust á listann rokkjötnarnir í Skálmöld, Fjallabræður ásamt Sverri Bergmann, Jónas Sigurðsson og spéfuglarnir í Baggalút en þetta mun verða þeirra fyrsta Þjóðhátíð.
Skipuleggjendur hafa lofað sérlega veglegri dagskrá enda á hátíðin 140 ára afmæli. Tilkynnt verður um fleiri tónlistaratriði á næstunni en forsala er enn í fullum gangi á dalurinn.is.