Mæta til leiks með besta árangurinn

Mikil spenna ríkir í grunnskólum landsins en á föstudag kemur í ljós hvaða skóli vinnur í Skólahreysti. Telja verður Heiðarskóla ansi sigurstranglegan en hann mætir til leiks með besta árangur allra skóla í undanúrslitum. Í skólanum er mikil og sterk hefð fyrir Skólahreysti og vann hann árið 2010

Úrslitakeppnin í Skólahreysti fer fram í Laugardalshöll föstudaginn 16. maí næstkomandi. Af því tilefni kynnir Monitor öll liðin sem keppa. Þrjú lið verða kynnt á degi hverjum, fram á föstudag.

Að þessu sinni kynnumst við liði Heiðarskóla. Hann hefur verið með frá upphafi og sjö sinnum komist í úrslitin. Í skólanum er Skólahreystivaláfangi sem hefst að hausti og er í tengslum við hann keppni innan skólans fyrir 8.-10. bekk. Þeir sem ná bestum árangri komast í liðið og þeir sem ná næstbestum árangri eru varamenn þeirra. Þá er einnig keppni fyrir 5.-7. bekk innan skólans í Skólahreysti.

Fyrir Heiðarskóla keppa í ár þau Andri Már Ingvarsson, Elma Rósný Arnarsdóttir, Arnór Elí Guðjónsson og Katla Rún Garðarsdóttir. Þrjú þeirra eru að keppa í fyrsta skipti en Andri Már tók einnig þátt í fyrra.

Ef marka má keppendur Heiðarskóla er Skólahreysti fjölskylduíþrótt. Systir Andra Más keppti þannig í skólahreysti fyrir þremur árum og tveir bræður Kötlu hafa einnig keppt í Skólahreysti, annar þeirra í fyrstu keppninni árið 2005 og hinn fyrir fjórum árum.

Í Skólahreysti skipta keppendur á milli sín keppnisgreinum. Þannig mun Andri Már keppa í upphífingum og dýfum á meðan Arnór Elí keppir í hraðaþrautinni. Þá mun Elma Rósný keppa í armbeygjum og hreystigreip á meðan Katla Rún keppir í hraðaþrautinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar