Með landsliðsskyttu í liði sínu

Tveir skólar komust í úrslit Skólahreysti sem svonefndir uppbótarskólar. Annar þeirra, Vallaskóli, ætlar sér engu að síður góðan árangur og státar reyndar af því að hafa annan besta árangur í hraðaþraut af liðum í úrslitunum og þriðja besta árangur í dýfum.

Úrslitakeppnin í Skólahreysti fer fram í Laugardalshöll föstudaginn 16. maí næstkomandi. Af því tilefni kynnir Monitor öll liðin sem keppa. Þrjú lið verða kynnt á degi hverjum, fram á föstudag.

Að þessu sinni kynnumst við liði Vallaskóla. Hann hefur eflst mikið í Skólahreysti á undanförnum árum og hefur upp á að bjóða Skólahreystivaláfanga. Þetta er í annað skiptið sem skólinn kemst í úrslit Skólahreysti og um leið annað árið í röð.

Lið Vallaskóla skipa Eydís Arna Birgisdóttir, sem fetar í fótspor tveggja eldri systra sinna en þær kepptu báðar í Skólahreysti, Eysteinn Máni Oddsson, Rannveig Harpa Jónþórsdóttir og Teitur Örn Einarsson.

Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Teitur Örn spreytir sig á upphífingum og dýfum meðan Eysteinn Máni keppir í hraðaþrautinni. Hjá stelpunum er hið sama uppi á teningnum: Eydís Arna keppir í armbeygjum og hreystigreip, en Rannveig Harpa tekur þátt í hraðaþrautinni.

Teitur Örn keppti einnig fyrir Vallaskóla í fyrra. Hann þykir ekki aðeins liðtækur í Skólahreysti því hann spilar sem hægri skytta í U-16 landsliði Íslands í handknattleik. Hann, eins og aðrir keppendur, ætlar sér sigur í sínum greinum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar