Með landsliðsskyttu í liði sínu

Tveir skólar komust í úrslit Skólahreysti sem svonefndir uppbótarskólar. Annar þeirra, Vallaskóli, ætlar sér engu að síður góðan árangur og státar reyndar af því að hafa annan besta árangur í hraðaþraut af liðum í úrslitunum og þriðja besta árangur í dýfum.

Úrslitakeppnin í Skólahreysti fer fram í Laugardalshöll föstudaginn 16. maí næstkomandi. Af því tilefni kynnir Monitor öll liðin sem keppa. Þrjú lið verða kynnt á degi hverjum, fram á föstudag.

Að þessu sinni kynnumst við liði Vallaskóla. Hann hefur eflst mikið í Skólahreysti á undanförnum árum og hefur upp á að bjóða Skólahreystivaláfanga. Þetta er í annað skiptið sem skólinn kemst í úrslit Skólahreysti og um leið annað árið í röð.

Lið Vallaskóla skipa Eydís Arna Birgisdóttir, sem fetar í fótspor tveggja eldri systra sinna en þær kepptu báðar í Skólahreysti, Eysteinn Máni Oddsson, Rannveig Harpa Jónþórsdóttir og Teitur Örn Einarsson.

Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Teitur Örn spreytir sig á upphífingum og dýfum meðan Eysteinn Máni keppir í hraðaþrautinni. Hjá stelpunum er hið sama uppi á teningnum: Eydís Arna keppir í armbeygjum og hreystigreip, en Rannveig Harpa tekur þátt í hraðaþrautinni.

Teitur Örn keppti einnig fyrir Vallaskóla í fyrra. Hann þykir ekki aðeins liðtækur í Skólahreysti því hann spilar sem hægri skytta í U-16 landsliði Íslands í handknattleik. Hann, eins og aðrir keppendur, ætlar sér sigur í sínum greinum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir