Hafa alltaf verið ofarlega

Sterk hefð er fyrir Skólahreysti í Varmahlíðarskóla. Lið frá skólanum hefur frá upphafi Skólahreysti verið ofarlega og tvívegis komist í úrslit. Varmahlíðarskóli tekur því þátt í þriðja skipti í úrslitum næstkomandi föstudag og ætla sér að sjálfsögðu stóra hluti.

Úrslitakeppnin í Skólahreysti fer fram í Laugardalshöll föstudaginn 16. maí næstkomandi. Af því tilefni kynnir Monitor öll liðin sem keppa. Þrjú lið verða kynnt á degi hverjum, fram á föstudag. Að þessu sinni kynnumst við liði Varmahlíðarskóla.

Skólinn er með annan besta árangur skólanna í úrslitum í hreystigreip en það er hún Rósa Björk Borgþórsdóttir sem keppir fyrir Varmahlíðarskóla í þeirri greip og einnig armbeygjum. Auk Rósu Björk eru í liðinu Sigfinnur Andri Marínósson, Vésteinn Karl Vésteinsson og Fríða Ísabel Friðriksdóttir.

Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Sigfinnur Andri spreytir sig á upphífingum og dýfum meðan Vésteinn Karl keppir í hraðaþrautinni. Hjá stelpunum er hið sama uppi á teningnum: Rósa Björk keppir í armbeygjum og hreystigreip, en Fríða Ísabel tekur þátt í hraðaþrautinni.

Það sem er merkilegt við lið Varmahlíðaskóla er að allir liðsmenn æfa frjálsar íþróttir. Verður það væntanlega til þess að hjálpa þeim í hinni hörðu keppni sem fram fer á föstudag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir