Líkleg til að enda ofarlega

Sigurvegararnir í Akureyrarriðli Skólahreysti, Síðuskóli, ætla sér stóra hluti á úrslitakvöldinu sem fram fer næstkomandi föstudag. Skólinn náði góðum og jöfnum árangri í öllum greinum sem gefur til kynna að liðið sé líklegt til að enda ofarlega í úrslitunum.

Úrslitakeppnin í Skólahreysti fer fram í Laugardalshöll föstudaginn 16. maí næstkomandi. Af því tilefni kynnir Monitor öll liðin sem keppa. Þrjú lið verða kynnt á degi hverjum, fram á föstudag. Að þessu sinni kynnumst við liði Síðuskóla.

Lið Síðuskóla skipa þau Ingibjörg Sól Ævarsdóttir, Melkorka Ýrr Yrsudóttir, Svavar Sigurður Sigurðsson og Hrannar Ingi Óttarsson. Af þeim hefur Svavar einn keppt áður í Skólahreysti en hann tók þátt í fyrra, þegar Síðuskóli komst í úrslit. Hann ætti því að geta miðlað af reynslu sinni.

Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Hrannar Ingi spreytir sig á upphífingum og dýfum meðan Svavar Sigurður keppir í hraðaþrautinni. Hjá stelpunum er hið sama uppi á teningnum: Ingibjörg Sól keppir í armbeygjum og hreystigreip, en Melkorka Ýrr tekur þátt í hraðaþrautinni.

Þannig fátt sé nefnt þá hefur Melkorka æft dans í sex ár, eða frá því hún var tíu ára, og frjálsar íþróttir í fjögur ár. Þessi bakgrunnur ætti að vera henni til góðs í hraðaþrautinni. Hrannar Ingi hefur aldrei stundað skipulagðar íþróttir en síðan hann kynntist Skólahreysti hefur hann lyft lóðum af miklum móð og ætti því að vera vel tilbúinn í úrslitakeppnina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir