Eiga elsta núgildandi Íslandsmetið

Enginn skóli hefur verið nálægt því að slá út met Lágafellsskóla í hraðabraut Skólahreysti sem sett var árið 2010. Skólinn tekur þátt í úrslitum keppninnar annað kvöld og er það í fjórða skipti sem Lágafellsskóli kemst svo langt í Skólahreysti.

Úrslitakeppnin í Skólahreysti fer fram í Laugardalshöll annað kvöld og hefst klukkan 19.40. Af því tilefni kynnir Monitor öll liðin sem keppa. Þrjú lið hafa verið kynnt á degi hverjum, og verða fram að keppni. Að þessu sinni kynnumst við liði Lágafellsskóla.

Lágafellsskóli var efst í riðli þar sem skólar úr Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og af Kjalarnesi kepptu í undankeppninni. Liðið var með jafnan og góðan árangur í öllum greinum sem þykir afar mikilvægt í úrslitunum. Lið Lágafellsskóla skipa þau Fanney Birgisdóttir, Emilía Dögg Arnardóttir, Arnór Breki Ásþórsson og Gunnar Eyjólfsson.

Þrjú þeirra hafa ekki keppt áður en í Skólahreysti en hann Arnór Breki tók þátt í fyrra. Þar er um að ræða sterkan keppanda sem æfði frjálsar í mörg ár og á mörg gildandi Íslandsmet. Þá hefur hann verið að æfa og keppa með U-16 landsliði Íslands í knattspyrnu. Þá má nefna það að Fanney æfir hópfimleika sem mun án efa hjálpa í hennar greinum. Fanney einmitt einsetti sér fyrir tveimur árum að taka þátt í Skólahreysti og þangað er hún komin.

Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Gunnar spreytir sig á upphífingum og dýfum meðan Arnór Breki keppir í hraðaþrautinni. Hjá stelpunum er hið sama uppi á teningnum: Fanney keppir í armbeygjum og hreystigreip, en Emilía tekur þátt í hraðaþrautinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir