Eiga elsta núgildandi Íslandsmetið

Enginn skóli hefur verið nálægt því að slá út met Lágafellsskóla í hraðabraut Skólahreysti sem sett var árið 2010. Skólinn tekur þátt í úrslitum keppninnar annað kvöld og er það í fjórða skipti sem Lágafellsskóli kemst svo langt í Skólahreysti.

Úrslitakeppnin í Skólahreysti fer fram í Laugardalshöll annað kvöld og hefst klukkan 19.40. Af því tilefni kynnir Monitor öll liðin sem keppa. Þrjú lið hafa verið kynnt á degi hverjum, og verða fram að keppni. Að þessu sinni kynnumst við liði Lágafellsskóla.

Lágafellsskóli var efst í riðli þar sem skólar úr Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og af Kjalarnesi kepptu í undankeppninni. Liðið var með jafnan og góðan árangur í öllum greinum sem þykir afar mikilvægt í úrslitunum. Lið Lágafellsskóla skipa þau Fanney Birgisdóttir, Emilía Dögg Arnardóttir, Arnór Breki Ásþórsson og Gunnar Eyjólfsson.

Þrjú þeirra hafa ekki keppt áður en í Skólahreysti en hann Arnór Breki tók þátt í fyrra. Þar er um að ræða sterkan keppanda sem æfði frjálsar í mörg ár og á mörg gildandi Íslandsmet. Þá hefur hann verið að æfa og keppa með U-16 landsliði Íslands í knattspyrnu. Þá má nefna það að Fanney æfir hópfimleika sem mun án efa hjálpa í hennar greinum. Fanney einmitt einsetti sér fyrir tveimur árum að taka þátt í Skólahreysti og þangað er hún komin.

Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Gunnar spreytir sig á upphífingum og dýfum meðan Arnór Breki keppir í hraðaþrautinni. Hjá stelpunum er hið sama uppi á teningnum: Fanney keppir í armbeygjum og hreystigreip, en Emilía tekur þátt í hraðaþrautinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir