Mikil pressa á meisturunum

Skólahreystimeistarar síðustu þriggja ára komust í úrslit Skólahreysti þetta árið sem uppbótarskóli. Þrátt fyrir það er mikil pressa á liði Holtaskóla að verja titilinn þriðja árið í röð. Liðið er með besta tímann í hreystigreip af liðum í úrslitum og annan besta árangur í armbeygjum.

Úrslitakeppnin í Skólahreysti fer fram í Laugardalshöll annað kvöld. Af því tilefni kynnir Monitor öll liðin sem keppa. Þrjú lið hafa verið kynnt á degi hverjum og svo verður einnig í dag og á morgun. Að þessu sinni kynnumst við liði Holtaskóla.

Holtaskóli hefur komist oftast allra skóla í úrslit Skólahreysti eða átta sinnum. Liðið vann keppnina 2011, 2012 og 2013 en enginn skóli hefur áður unnið keppnina þrisvar í röð. Einn liðsmanna Holtaskóla keppti í fyrra og ætlar liðið sér ekkert annað en að verja titilinn.

Þá má til gamans geta að lið Holtaskóla fór með forsvarsmönnum Skólahreysti til Finnlands fyrir fáeinum árum og kenndu finnskum unglingum hvernig Skólahreysti virkaði. Síðan þá hefur Skólahreysti þrifist vel í Finnlandi og er helmingur allra grunnskóla í landinu með í Skólahreysti.

Lið Holtaskóla í ár skipa þau Kolbrún Júlía Newman, sem keppti einmitt í fyrra, Eggert Gunnarsson, Tinna Björk Gunnarsdóttir og Aleksei Voronin. 

Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Aleksei spreytir sig á upphífingum og dýfum meðan Eggert keppir í hraðaþrautinni. Hjá stelpunum er hið sama uppi á teningnum: Júlía keppir í armbeygjum og hreystigreip, en Tinna Björk tekur þátt í hraðaþrautinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar