Undirbúningur hefst snemma hjá Hvolsskóla

Hvolsskóli sem gerði sér lítið fyrir og vann Suðurlandsriðilinn í Skólahreysti keppir til úrslita í sjötta skiptið annað kvöld. Góður árangur undanfarinna ára byggist án efa á því að undirbúningur nemenda hefst strax í 7. bekk, og 7. og 8. bekkur fá alltaf að koma með í keppnina.

Úrslitakeppnin í Skólahreysti fer fram í Laugardalshöll annað kvöld. Af því tilefni kynnir Monitor öll liðin sem keppa. Þrjú lið verða kynnt á degi hverjum, fram að keppni. Að þessu sinni kynnumst við liði Hvolsskóla.

Í Hvolsskóla er sterk hefð fyrir Skólahreysti og mikil áhersla lögð á undirbúning strax í 7. bekk. Til dæmis fá nemendur í 7. og 8. bekk að prófa greinarnar þegar liðin eru að undirbúa sig, til þess að undirbúa þau fyrir komandi ár. Þetta hefur þótt virka mjög vel á krakkana og hvetur þau til að æfa.

Skólinn hefur tekið þátt öll árin og, eins og áður segir, komist í úrslit fimm sinnum. Í ár er liðið skipað þeim Kristjáni Páli Árnasyni, Vigdísi Árnadóttur, Birtu Rós Hlíðdal og Aroni Erni Þrastarsyni. Þrjú þeirra hafa ekki tekið þátt áður en Kristján Páll er reynslunni ríkari eftir þátttöku í fyrra. Þá ætti að koma liðinu til góða að Vigdís hefur ekki æft neitt annað en armbeygur og hreystigreipi að undanförnu. Spurning hverju það mun skila henni í úrslitunum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir