Margir velta fyrir sér hvaða íþróttagreinar það eru sem koma sér vel Skólahreysti. Víst þurfa keppendur að vera handsterkir í upphífingum, dýfum, armbeygjum og hreystigreip en það er spurning hvort Parkour sé ekki einmitt málið fyrir hraðaþrautina Grundaskóli lumar einmitt á einum Parkour-pinna.
Úrslitakeppnin í Skólahreysti fer fram í Laugardalshöll klukkan 19.40 í kvöld. Af því tilefni kynnir Monitor öll liðin sem keppa. Þrjú lið hafa verið kynnt á degi hverjum í þessari viku og verður áfram fram að keppni. Að þessu sinni kynnumst við liði Grundaskóla.
Grundaskóli vann sigur í Vesturlandsriðlinum. Liðinu hefur tvívegis áður tekist að komast í úrslit Skólahreysti og stefna að sjálfsögðu á sigur í kvöld. Íþróttakennari Grundaskóla hefur barist fyrir því að Hreystivöll á Akranes en með því yrði grettistaki lyft í málefnum Skólahreysti í bænum. Slíkur völlur er til þess gerður að krakkarnir í bænum geti æft sig fyrir Skólahreysti og auðvitað fyrir öll börn til að æfa sig.
Lið Grundaskóla er skipað Eiði Andra Guðlaugssyni, Birnu Sjöfn Pétursdóttur, Júlíu Björk Gunnarsdóttur og Helga Arnari Jónssyni. Þrjú þeirra eru nýliðar í Skólahreysti en Júlía keppti einnig í fyrra. Báðar stúlkurnar æfa sund og Júlía einnig fimleika. Eiður Andri er svo Parkour-pinninn sem tekur þátt í hraðaþrautinni. Fyrir þá sem ekki vita hvað Parkour er er bent á að smella HÉR.
Keppendur skipta á milli sín keppnisgreinum. Helgi Arnar spreytir sig á upphífingum og dýfum meðan Eiður Andri keppir í hraðaþrautinni. Hjá stelpunum er hið sama uppi á teningnum: Birna Sjöfn keppir í armbeygjum og hreystigreip, en Júlía Björk tekur þátt í hraðaþrautinni.