17 atburðir sem gerðust 17. júní

Fánar, blöðrur, hamingja og Watergate.
Fánar, blöðrur, hamingja og Watergate. Eggert Jóhannesson

Gleðilegan 70 ára afmælisdag lýðveldisins. Á meðan þú veltist um í sælum draumi kandífloss og þjóðerniskenndar eru hér 17 aðrir hlutir sem gerst hafa 17. júní í gegnum árin. Monitor selur staðreyndirnar reyndar ekki dýrar en þær voru keyptar en þær fengust á útsölu á hinni dásamlegu og alvitru Wikipedia.

1. 1397: Eiríkur af Pommern var krýndur konungur allra Norðurlanda.

2. 1596: Willem Barents fann Svalbarða.

3. 1631: Mumtaz Mahal dó við barnsburð. Eiginmaður hennar, Shah Jahan I eyddi næstu 17 árunum í að byggja Taj Mahal henni til heiðurs.

4. 1885: Frelsisstyttan kom til New York.

5. 1911: Háskóli Íslands var stofnaður og settur í fyrsta sinn.

6. 1915: Fyrsta bílprófið var tekið í Reykjavík. Handhafi skírteinis númer eitt var Hafliði Hjartarson trésmiður, 28 ára gamall.

7. 1926: Björg Karítas Þorláksdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að ljúka doktorsprófi er hún varði doktorsritgerð sína við Sorbonne-háskóla í París.

8. 1939: Síðasta opinbera aftakan með fallöxi fór fram í Frakklandi.

9. 1940: Sovétríkin hernámu Eistland, Lettland og Litháen.

10. 1971: Richard Nixon, þáverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir stríði á hendur eiturlyfjum.

11. 1972: Fimm menn voru handteknir fyrir innbrot í höfuðstöðvar demókrata í Watergate-byggingunni í Washington en þeir höfðu ætlað að koma þar fyrir hlerunarbúnaði. Þetta atvik markaði upphaf Watergate-hneykslisins.

12. 1980: Ísbjarnarblús, fyrsta plata Bubba Morthens, kom út.

13. 1987: Síðasti fuglinn af tegundinni Dusky Seaside Sparrow drapst og varð tegundin þar með útdauð.

14. 1987: Bandaríski rapparinn og tónlistarmaðurinn Kendrick Lamar fæddist.

15. 1994: O.J. Simpson var handtekinn fyrir morðin á eiginkonu sinni, Nicole Brown Simpson og vini hennar Ronald Goldman, í kjölfarið á bílaeltingaleik sem var sjónvarpað.

16. 1994: Jóhanna Sigurðardóttir lagði grunninn að stjórnmálaflokknum Þjóðvaka með orðunum „minn tími mun koma“.

17. 2008: Hvítabjörn var skotinn á Skaga, eftir að tilraunir til að svæfa hann með deyfilyfjum misheppnuðust. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver sem þú átt ekki von á lítur kannski við hjá þér í dag. Ekki ana út í óvissuna, það er betra að hafa skipulagt sig þegar haldið er af stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver sem þú átt ekki von á lítur kannski við hjá þér í dag. Ekki ana út í óvissuna, það er betra að hafa skipulagt sig þegar haldið er af stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Loka