Fyrir 70 árum síðan ákváðu Íslendingar að tími væri til kominn að slíta stjórnarsambandi við frændur okkar Dani, svona í ljósi þess að þeir sátu uppi með þýskan um ófyrirsjáanlegan tíma. Stundum er gaman að ímynda sér hvað hefði orðið en Monitor er að sjálfsögðu gæddur spádómsgáfu og tók því saman nokkrar óhrekjanlegar staðreyndir um hvernig ástand mála væri ef við værum öll enn danskir ríkisborgarar.
Ef Ísland væri enn hluti af Danmörku...
...værum við fokreið út í allar íhlutanir Evrópusambandsins hvað varðar kanilmagn.
... ætti Danadrottning sumarhöll á Þingvöllum.
...hefðum við unnið Eurovision 43 sinnum.
...væri skyr fáanlegt í bragðtegundunum hyldeblomst og flæskesvær.
...væri helmingurinn af áramótaskaupinu á dönsku.
...héti Surtsey Margrétarhólmi.
...væri karrýsíld og ákavíti jafn mikilvægur hluti af jólunum og laufabrauð.
...hefði bandaríski herinn farið fljótlega eftir að seinni heimstyrjöldinni lauk og Keflavík væri úttroðinn af dönskum krám.
...hefði bjór verið lögleiddur lööööööngu fyrir árið 1989.
...stæði til að reysa hótel þar sem Alþingishúsið stendur nú.