5 leyndardómar kæruleysis kynlífs

mbl.is/AFP

Kæruleysis kynlífi (e. casual sex) skal ekki ruglað við kærulaust kynlíf. Það fyrra vísar til kynlífs án flestra hefðbundinna skuldbindinga milli tveggja einstaklinga (svo sem skyndikynna eða bólfélaga) en það seinna á við um óvarið kynlíf. 

Sálfræðingum hefur reynst örðugt að hrista af sér þá hreintrúarstefnu eða siðvendni sem ríkjandi hefur verið í kringum rannsóknir á kynlífshegðun og því er lítið um rannsóknir og lögmæt gögn um kæruleysiskynlíf. Hins vegar hefur verið staðfest með nýlegri rannsókn að kæruleysiskynlíf getur haft jákvæð áhrif á sálarlíf þeirra sem stunda það svo lengi sem viðkomandi hafi jákvætt viðhorf til kynlífs án skuldbindinga. Zhana Vrangalova við New York-háskóla, sem fór fyrir þeirri rannsókn, ræddi við Science of Us um þær hliðar kæruleysiskynlífs sem þörf er á að rannsaka og nefndi sérstaklega fimm hluti í því samhengi.

1. Hvernig spila aldur og kæruleysiskynlíf sama?
Rannsókn Vrangalovu, líkt og svo margar aðrar af þessum meiði, tók aðeins til háskólanema og raunar einblínir samfélagið á dráttarmenningu (e. hookup culture) sem fyrirbrigði meðal aldurshópsins milli tvítugs og þrítugs. „Við vitum mjög lítið um kæruleysiskynlíf eftir háskólaaldur og hvernig það tengist geðheilsu eða nokkru öðru raunar,“ segir Vrangalova.    

2. Er allt kæruleysiskynlíf „jafn gott“?

Kæruleysiskynlíf er til í mörgum myndum. Sumir eiga í bólfélagasambandi sem staðið getur í einhvern tíma og í önnur skipti getur verið um einnar nætur gaman að ræða. Hafa ólíkar tegundir kæruleysiskynlífs ólík áhrif á líðan þátttakenda? 

3. Hverjir eru langtímakostir og -ókostir kæruleysiskynlífs? 

„Hingað til hafa flestar rannsóknir, jafnvel þær sem gerðar eru yfir langt tímabil, einblínt á skammtímaáhrif: frá viku og upp í ár,“ segir Vrangalova. „Þörf er á fleiri rannsóknum á því hvað gerist á nokkrum árum eða lengur.“ 

4. Hvað ber ábyrgð á mun á kynjunum í kæruleysiskynlífi?

Karlmenn hafa meiri áhuga en konur á kynlífi án skuldbindinga en Vrangalova segir enn umdeilt hvort það sé vegna líffræðilegra eða samfélagslegra áhrifa. „Að auki er stórt fullnægingagap í skyndikynnum þar sem kvenkyns háskólanemar fá aðeins fullnægingu í 40 prósentum tilvika en karlkyns háskólanemar í 70 prósentum tilvika.“ Það hefur að öllum líkindum einnig með samblöndu af líffræðilegum þáttum og samfélagslegum hugmyndum um samskipti á meðan á kæruleysiskynlífi stendur að gera.

5. Er mikill munur milli kynþátta eða stétta þegar kemur að kæruleysiskynlífi?

Fyrir þá sem sinna rannsóknum á háskólasvæðum, eins og algengt er, eru hvítir einstaklingar af mið- og yfirstétt auðveldasti hópurinn að ná til og rannsaka. Þó svo að það sé ekkert að því að rannsaka kynlíf þeirra veita þær rannsóknir aðeins takmarkaða innsýn í heim dráttarmenningar og hunsa mikilvæg sönnunargögn um mun á milli kynþátta og samfélagsstétta. Til að mynda segir Vrangalova rannsóknir benda til að konur af lægri stigum og af öðrum kynþætti en hvítum séu ólíklegri til að vilja stunda kæruleysiskynlíf en aðrar og því bendi ýmislegt til þess að kæruleysiskynlíf sé eins konar munaðarvara fyrir þá sem eru betur settir í samfélaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar