10 flottustu Nike skórnir

10. Pegasus hefur verið gefinn út í 29 útgáfum frá …
10. Pegasus hefur verið gefinn út í 29 útgáfum frá árinu 1983 og skyldi engann undra þar sem klassískari strigaskó er erfitt að finna.

Nike strigaskór eiga sér ríka sögu. Fyrirrennarar þeirra voru framleiddir með vöfflujárni og fyrsta Nike skólínan var framleidd árið 1971. 

Í kvöld blæs Nike á Íslandi til svokallað Sneakerballs í Hörpunni þar sem öllum gestum er gert að mæta í Nike strigaskóm. Hinsvegar skiptir engu máli hversu gamlir skórnir eru eða af hvaða undirtegund. Monitor leit lauslega yfir skósafnið og valdi 10 flottustu pörin í sögu Nike.

9. Hulunni var fyrst svipt af LeBron X árið 2012 …
9. Hulunni var fyrst svipt af LeBron X árið 2012 en þeir eru ekki fyrir neina aukvisa enda hannaðir fyrir einn besta körfuknattleiksmann heimsins.
8. Air Max Uptempo eru ekki óalgeng sjón í tónlistarmyndböndum …
8. Air Max Uptempo eru ekki óalgeng sjón í tónlistarmyndböndum tíunda áratugarins.
7. Air Safari voru kynntir til sögunnar árið 1987. Mynstrið …
7. Air Safari voru kynntir til sögunnar árið 1987. Mynstrið mun hafa verið innblásið af sófa búnum til úr strútsleðri.
6. Sagan segir að í hönnunarferlinu fyrir Air Force 1 …
6. Sagan segir að í hönnunarferlinu fyrir Air Force 1 hafi hönnuðirnir farið í körfuboltaleik þar sem þeir þurftu að klippa hluta af skónum sínum af á nokkra mínótna fresti. Ef skórinn varð ónothæfur féll viðkomandi leikmaður úr leik. Úr slíkum tilraunum varð til einir vinsælustu strigaskór í heimi.
5. Nike hafði séð körfuboltaliðum ýmissa háskóla fyrir skóm um …
5. Nike hafði séð körfuboltaliðum ýmissa háskóla fyrir skóm um nokkurt skeið þegar Dunk kom til sögunnar árið 1986. Dunk var byggður á Air Jordan skónum og voru fyrstu skórnir sem liðin gátu fengið í sínum liðslitum.
4. Air Tech Challenge II voru hannaðir fyrir tennisstjörnuna Andre …
4. Air Tech Challenge II voru hannaðir fyrir tennisstjörnuna Andre Agassi. Ólíkt hefðbundnum hvítklæddum tennissjörnum var Agassi gjarn á glys og því varð neon dýrðin hér að ofan til.
3. Það þarf vart að kynna Nike Free fyrir Íslendingum …
3. Það þarf vart að kynna Nike Free fyrir Íslendingum sem hafa gjörsamlega mis sig í frelsinu síðastliðið ár. Skórnir þykja afar þægilegir en Monitor þykir líklegra að vinsældirnar stafi af skrautlegu og flottu útliti skónna.
2. Air Max 1 voru fyrst framleiddir árið 1987. Þeir …
2. Air Max 1 voru fyrst framleiddir árið 1987. Þeir voru fyrstu Nike skórnir til að sýna loftpúðana í sólunum í allri sinni dýrð. Þessa dagana er það líklega ekki sú byltingarkennda tækni sem heillar en þeir eru óumdeilanlega töff.
1. Air Jordan III munu hafa verið ein helsta ástæða …
1. Air Jordan III munu hafa verið ein helsta ástæða þess að Michael Jordan ákvað að halda áfram samstarfi við Nike árið 1988. Skórnir voru hannaðir af hinum magnaða Tinker Hatfield.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar