10 ástæður fyrir að fara ekki á djammið

Númer 7 er sérlega góð ástæða til að halda sig …
Númer 7 er sérlega góð ástæða til að halda sig frá troðnum skemmtistöðum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Stundum þarf maður að sannfæra sjálfan sig um að vera ekki félagsvera í eitt kvöld. Hér eru nokkrar góðar ástæður fyrir því að fara ekki á djammið sem gætu vel átt við þig.

1. Það er ööömurlegt veður, tilvalið til að klára að horfa á Orange is the New Black og borða óhóflegt magn af Buggles, ekki tilvalið fyrir rölt niður Laugaveginn í sparifötunum.

2. Þú þarft að læra! Sumarið er meira en hálfnað og þú hefur ekki einu sinni litið á leslistann fyrir haustið.

3. Ryan Gosling er að verða pabbi og barnið er ekki þitt, lífið hefur glatað sínum fyrri lit og ljóma.

4. Þú ert einfaldlega ekki búin að gera nógu margar magaæfingar þessa vikuna til að geta rokkað magabolinn og þú átt bara ekkert annað að fara í.

5. Þú býrð úti á landi og djammið samanstendur af foreldrum þínum, Þórólfi frá Stóru Borgum, nokkrum rollum og tveimur sveittum þýskum bakpokaferðalöngum sem tóku vitlausa beygju við Geysi.

6. Þú skrifaðir hrottalega ömurlega, karlrembu Facebook færslu um íslenskar konur og átt ekki skilið að skemmta þér. Svo yrði líka örugglega skyrpt á þig í bænum.

7. Svitalyktareyðirinn þinn er týndur.

8. Þú þarft að spara pening fyrir allri vitleysunni sem þú ætlar að láta hafa þig út í um verslunarmannahelgina.

9. HM er búið og myndast hefur tómarúm í lífi þínu sem þú kannt ekki að fylla með neinu öðru en að horfa aftur og aftur á Suarez bíta Ítalann.

10. Hver þarf djammsleiki? Sjálfum er höndin hollust.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar