Fyrsta innlit til Afans

Kvikmyndin Afinn verður frumsýnd þann 25.september næstkomandi og af því tilefni frumsýnir Monitor fjórar stiklur úr kvikmyndinni á næstu dögum. 

Afinn skartar hinum ástsæla Sigga Sigurjóns í aðalhlutverki og einvalaliði íslenskra gamanleikara í öðrum hlutverkum en þar ber helst að nefna Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Þorstein Bachman, Steinda Jr. og Tinnu Sverrisdóttur. Leikstjóri er Bjarni Haukur Þórsson.

Kvikmyndin segir frá Guðjóni sem lifað hefur öruggu lífi. Allt í einu blasir eftirlaunaaldurinn við honum á sama tíma og að erfiðleikar koma upp í hjónabandinu og við skipulagningu á brúðkaupi dóttur sinnar. Í örvæntingu sinni í leit að lífsfyllingu og tilgangi liggur leið hans meðal annars til Spánar, í heimspekideild Háskóla Ísland og á Landspítalann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ekki afsala þér öllu í dag og ekki búast við of miklu frá öðrum. Líttu í spegil og segðu sjálfum þér að þú sért frábær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
2
Ragnar Jónasson
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach