5 staðreyndir um lygar

Hversu stórt væri þitt nef ef þú værir Gosi.
Hversu stórt væri þitt nef ef þú værir Gosi. Kristinn Ingvarsson

Öll höfum við logið, hvort sem er til að komast hjá refsingu, til að hlífa einhverjum við sannleikanum eða komast út úr leiðinlegum aðstæðum. Hér að neðan má sjá fimm staðreyndir um þessa furðulegu iðju okkar sem Science of Us tók saman.

1. Börn læra að ljúga fyrir þriggja ára aldur og þekkja muninn á alvarlegri lygi og hvítri lygi fyrir fjögurra ára aldur.

2. Sérfræðingar telja að opinskátt og mannblendið fólk eigi auðveldara með að ljúga en þeir sem eru ómannblendnir þar sem mannblendnir einstaklingar líta út fyrir að vera afslappaðir í og eiga auðvelt með félagslegar aðstæður.

3. Hópur einstaklinga sem settur var í „lygamegrun“ af vísindamönnum upplifði færri vandamál tengd geði og heilsu í kjölfar þess að sleppa öllum lygum í ákveðinn tíma. Einstaklingarnir voru sjálfsöruggari og afslappaðri í persónulegum samböndum sínum og það tengdist beint upplifun þeirra af eigin heilsu.

4. Til að koma upp um lygara má biðja viðkomandi að endurtaka söguna sína aftur á bak. Fyrir heilann felst meiri vinna í lygum en að segja sannleikann og þegar auknu álagi er bætt við er lygarinn líklegri til að klúðra lyginni með líkamstjáningu eða öðru.

5. Samkvæmt einni kenningu er grundvöllur þess að vera góður lygari hæfnin til að hugsa eins og önnur manneskja.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka