10 staðreyndir um örvhenta

Í dag er alþjóðlegur dagur örvhentra. Ef þú ert einn af þeim sem varst #gayforaday á Instagram og öðrum samfélagsmiðlum hvetur Monitor þig til að sýna örvhentum bræðrum þínum og systrum einnig samstöðu með því að vera #vinstrivinur í sólarhring og leyfa vinstri höndinni að leiða þig í gegnum daginn.

Í tilefni af degi örvhentra tók Monitor saman nokkrar staðreyndir um einstaklinga með ríkjandi vinstri hendi.

1. Örvhentir eru fullnægðari. Sam­kvæmt niður­stöðum könn­un­ar sem fram­kvæmd var af full­orðins­tækja­fram­leiðand­an­um Lelo, voru örv­hent­ir ein­stak­ling­ar fimm sinn­um lík­legri til að vera ánægðir eft­ir kyn­lífið en rétt­hent­ir.

2. Smokkfiskar, líkt og mannfólk, eru ýmist rétthendir eða örvhentir, þrátt fyrir að vera tæknilega séð ekki með hendur.

3. Mæður sem eru yfir fertugt við fæðingu barns eru 128% líklegri til að geta af sér örvhentan einstakling en kona á tvítugsaldri. 

4. Teiknimyndapersónan Anna í Frozen er örvhent líkt og Bart Simpson og froskurinn Kermit.

5. Af síðustu fimm forsetum Bandaríkjanna hafa þrír verið örvhentir, einn verið rétthentur og einn verið jafnhentur en sumir telja að sá jafnhenti, Ronald Reagan, hafi verið neyddur af foreldrum sínum og kennurum til að læra að skrifa með hægri.

6. Örv­hent­ir eru lík­legri til að verða áhyggju­full­ir, feimn­ir eða skömm­ustu­leg­ir þegar kem­ur að því að segja eða gera það sem þeir vilja.

7. Hægri höndin er nefnd 100 sinnum á jákvæðan hátt í biblíunni. Sú vinstri er nefnd 25 sinnum og oftast á neikvæðan hátt.

8. Það er ættgengt að vera örvhentur. Þú ert 50% líklegri til að vera með ráðandi vinstri hendi ef annað foreldra þinna er örvhent.

9. Karlmenn eru líklegri til að vera örvhentir en konur.

10. Örvhentir byrja fimm til sex mánuðum á eftir rétthentu fólki á kynþroskaskeiðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver sem þú átt ekki von á lítur kannski við hjá þér í dag. Ekki ana út í óvissuna, það er betra að hafa skipulagt sig þegar haldið er af stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhver sem þú átt ekki von á lítur kannski við hjá þér í dag. Ekki ana út í óvissuna, það er betra að hafa skipulagt sig þegar haldið er af stað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Ragnheiður Jónsdóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Colleen Hoover
5
Snæbjörn Arngrímsson
Loka