10 íslensk slanguryrði til að bæta í safnið

Þetta er ávísun á nammviskubit.
Þetta er ávísun á nammviskubit. Ómar Óskarsson

 Nú fer skólinn að byrja aftur og því er nauðsynlegt að taka sér tíma og læra nokkur góð slanguryrði til að geta slegið um sig svo samnemendur manns geri sér grein fyrir nákvæmlega á hvaða hæð swag-skalans maður býr. 

Monitor kíkti í Slangurorðabók Snöru og fiskaði út nokkur vel valin orð fyrir haustið sem hafa þó fæst nokkuð með skólagöngu að gera.

1. Pappírspési.

Að vera þunnur.

Notkun: Ég er algjör Pappírspési eftir þessa helgi.

2. Reðurteppa.

Að koma í veg fyrir að einhver stundi kynmök (e. Cockblock)

Notkun: Djöfulli var ég reðurtepptur af vinkonu þinni í gær.

cockblock animated GIF

3. Lekandinn.

WikiLeaks, heimasíða sem birtir skjöl sem hefur verið lekið til hennar.

Notkun: Lekandinn var að birta ný leyndó í dag.

4. Nammviskubit.

Samviskubit yfir of miklu nammiáti.

Notkun: Ég datt aðeins of grimmt í Hagkaup á laugardaginn og er enn með nammviskubit.

image

5. Reiðléttingarvökvi.

Sleipiefni.

Notkun: Þetta gekk eins og smurt eftir að við fundum reiðléttingarvökvann.

will ferrell animated GIF

6. Smelludólgur.

Blaðamaður á vefmiðli eða bloggari sem reynir að vekja athygli lesenda með krassandi fyrirsögn og fá þá til að smella á tengil.

Notkun: Það eru bara eintómir smelludólgar þarna á Monitor.

anchorman animated GIF

7. Útfararkaffi.

Kaffi „to go“ í  þar til gerðu máli.

Notkun: Ég hoppa bara inn og sæki tvo útfararkaffi til að taka með á Austurvöll.

8. Tanpína.

Sólbruni.

Notkun: Ef ég hefði notað féskiní-ið væri ég ekki með svona mikla tanpínu.

sunburn animated GIF

9. Gæluvarðhald.

Kynferðislegur ástarleikur þar sem einn þátttakandinn er bundinn, sbr. BDSM.

Notkun: Eftir að ég flengdi hann smá tók ég hann í gæluvarðhald.

image

10. Krumpudýr.

Gamalt/ hrukkótt fólk.

Notkun: Ég heimsótti ömmu og hin krumpudýrin á elliheimilið.

yes animated GIF

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Ástamálin ganga vel, þú svífur um á bleiku skýi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnheiður Gestsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Hugrún Björnsdóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Anna Margrét Sigurðardóttir