Að haga sér í veislum: leiðbeiningar fyrir ótemjur

Ekki vera fyrir ljósmyndaranum.
Ekki vera fyrir ljósmyndaranum. Sigurður Bogi Sævarsson

Mannamót geta verið bölvað vesen og brúðkaup eru þar ekki undanskilin. Eini munurinn á þeim og öðrum samkomum er að þar eiga allir að dansa um á bleiku skýji til heiðurs hinum nýgiftu. Ekki er nóg að fara í sitt fínasta púss, því mórallinn verður að vera skotheldur og sæmandi rándýrum dressunum. Hér er listi fyrir þá sem mögulega gætu lent í bobba þegar kemur að því að haga sér og því þurft á örlitlum leiðbeiningum að halda. Lestu þetta bara, það eru mun meiri líkur en minni að þú hafir gott af áminningunni. Dónarnir eru nefnilega sjaldnast vinsælir í veislum.

1. Ekki pota í kökuna. Undir neinum kringumstæðum. Við byrjum öll að melta í okkur hrygginn á einhverjum tímapunkti í svona veislustússi. Skrúfaðu frá þolinmæðinni og viljastyrknum, þá sjaldan sem þess er þörf. (Gott ráð er að hafa velvalið súkkulaðistykki sem hægt er að brjóta í veskinu- sönn saga)

2.  Ekki vera fyrir ljósmyndaranum sem sérstaklega er fenginn til að taka myndir af athöfninni, og í guðanna bænum ekki verða sjálfsskipaður ljósmyndari og troða þér um allt með tilheyrandi flössum á mann og annan. Fólk nennir bara ekki svoleiðis, mjög einfalt.

3. Ef boðið er uppá áfengi, slakaðu þá á og njóttu. Það er með öllu óþarft að lepja sopann eins og hann sé að detta úr tísku. Þú hefur kannski ekki hugsað þér að vera með atriði í veislunni en ef þú kannt þér ekki hóf verður þú mögulega það sem stendur uppúr, 5, 10, 15 árum síðar og ekki af góðu. Reglulega ósmart, og myndi útleggjast sem sorglegt eða í besta falli vandræðalegt útspil á góðri íslensku. Svo eru líka allir með snjallsíma í dag og Internetið gleymir engu. Bara ekki vera þessi.

4. Þú kannski flaskaðir á númer þrjú en reyndu þá fyrir alla muni að sleppa því að reyna við brúðina. Hún er sennilega sætasta stelpan í partýinu, en hagaðu þér, dýrið þitt.

5. Ekki stela athyglinni! Það er til dæmis verulega ósmekklegt að vippa sér á skeljarnar og biðja kærustunnar í miðri veislu. Algjört „no, no” eins og kaninn segir það svo smekklega.

6. Ef þú ert lögmaður sem sérhæfir þig í skilnaðarmálum, ekki gaspra um það, sér í lagi ekki í ræðunni. Það er sannkallaður „mood killer” og á þessum tímapunkti ætla allir að trúa á eilífa ást, þó ekki sé nema í kvöldstund. Skál fyrir hamingjusömum um alla tíð!

7. Ef þú ert prestur, segðu rétt nafn. Klikkað fyndið þegar það fer úrskeiðis, en samt eiginlega ekki. Stattu þig, Prestó.

8.  Besta ráðið. Ekki fylgjast með athöfninni í gegnum símann þinn. Það er í glimmrandi góðu lagi að taka myndir eða tvær, þú eiginlega verður. En ekki gleyma þér og vertu á staðnum og njóttu. Filterslaus upplifun er nefnilega sú besta. 

Meðfylgjandi er myndband þar sem Anna nokkur gengur í það heilaga, og nær að haga sér eins og sönnum dóna sæmir.  Gefum okkar innri Önnu smá frí og njótum!

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka