Sjónvarpsstöð tileinkuð Justin Timberlake í loftið

KEVIN WINTER

Útsendingar eru hafnar á nýrri sjónvarpsstöð tileinkaðri tónlistarmanninum Justin Timberlake. Útsendingar munu standa til mánudags, eða fram yfir tónleikana sem Justin mun halda í Kórnum í Kópavogi sunnudagskvöldið 24. ágúst.

Stöðin hefur fengið heitið JTv og er hún aðgengileg í Sjónvarpi Vodafone, á stöðvum 195 á örbylgjuútsendingum Vodfone og stöðvum 994 og 995 (HD) í Vodafone Sjónvarpi um ljósleiðara, ljósnet eða ADSL.

Áhorfendur JTv munu geta notið fjölbreyttrar dagskrár tengdum Justin Timberlake en einnig verður hægt að fylgjast með beinni útsendingu frá tónleikunum í Kórnum á Yahoo og fá stemninguna beint í æð. Tónleikagestir verða teknir tali og andrúmsloftinu á tónleikasvæðinu varpað beint heim í stofu.

Á JTv verður einnig send út tónlist Justin Timberlake og viðtöl sem tengjast kappanum. Þá munu birtast þar Instagram myndir og tíst sem merkt eru #JTKorinn og þannig geta áhangendur kappans haft áhrif á efni sjónvarpsstöðvarinnar.

Nöfn þeirra sem deila myndum sínum með fyrrnefndu myllumerki næstu daga, eiga þess kost á að vinna miða á tónleikana og verður einn heppinn myndasmiður verður dreginn út daglega. Daginn eftir tónleikana mun síðan einn heppinn þátttakandi til verða dreginn út  og fær sá flugmiða fyrir tvo með WOW Air.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hjól lífsins halda áfram að snúast þó maður fyrirgefi óvini sínum. Skap þitt er þannig þessa dagana að þú ættir að telja upp að tíu áður en þú svarar einhverjum fullum hálsi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Hugrún Björnsdóttir
2
Torill Thorup
3
Anna Margrét Sigurðardóttir
4
Eva Björg Ægisdóttir
5
Torill Thorup