Meðferðarkjarni LSP, bílaplan og nýbyggingar

Meðferðarkjarni LSP, bílaplan og nýbyggingar

Kaupa Í körfu

Eins og hamraborg sem gnæfir yfir Þingholtin Uppsteypu á meðferðarkjarnanum er að ljúka og er byrjað að klæða fyrsta hluta hússins. Af því tilefni sýndu þau Ólafur M. Birgisson og Bergþóra Smáradóttir Morgunblaðinu framkvæmda- svæðið en þau starfa hjá Nýja Landspítalanum ohf. Meðal annars sýndu þau Morgunblaðinu þakið á byggingunni en eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan er það jafn hátt Skólavörðuholtinu. Fyrir vikið fæst þetta óvenjulega sjónarhorn á Hallgrímskirkju. Á leiðinni um þakið var stokkið yfir raufina sem er á myndinni hér til hægri. Urðu menn þá lofthræddir en hún nær alla leið niður á jarðhæð. Skapar svigrúm í jarðskjálfta Ólafur útskýrir að raufin sé 16-17 cm breið og gegni tilteknu hlutverki. „Það er gert ráð fyrir að byggingarnar geti hreyfst til í stórum jarðskjálfta og hafa stangirnar því sitt rými. Þannig að ef stór jarðskjálfti ríður yfir geti spítalinn verið starfshæfur innan skamms tíma,“ segir Ólafur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar