Leikskólar Reykjavíkur

Leikskólar Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

Norrænu ráðstefnunni um vinnuvistfræði lýkur í dag RÁÐSTEFNAN Hugur og hönd í heimi tækninnar, sem haldin er á vegum norrænu vinnuvistfræðifélaganna, hefur heppnast mjög vel en í gær voru veitt tvenn verðlaun í tengslum við hana. Verðlaunin eru veitt árlega en þetta er í fyrsta skipti sem þau koma í hlut íslenskra aðila. Leikskólar Reykjavíkur hlutu verðlaun sem eru veitt stofnun sem hefur unnið ötult vinnuverndarstarf. Að sögn Þórunnar Sveinsdóttur, formanns VINNÍS áhugafélags um vinnuvistfræði, hafa Leikskólar Reykjavíkurborgar haft viljann til þess að bæta starfsumhverfi sitt og fylgt því mjög vel eftir. MYNDATEXTI: Jan Axelsson og Þórunn Sveinsdóttir, t.h., afhentu Bergi Felixsyni og Ágústu Guðmundsdóttur verðlaunin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar