Styrktarsjóður Guðmundu Andrésdóttur

Styrktarsjóður Guðmundu Andrésdóttur

Kaupa Í körfu

Styrktarsjóður Guðmundu Andrésdóttur 70 MILLJÓNA króna Styrktarsjóður Guðmundu Andrésdóttur listmálara sem greint var frá í blaðinu á sunnudag, verður alfarið í vörslu Listasafns Íslands. Safnráð Listasafns Íslands mun gegna hlutverki sjóðsstjórnar, og ráð fyrir því gert í erfðaskrá Guðmundu að safnstjóri Listasafnsins sé formaður sjóðsstjórnar. Þeir sem skipa safnráðið auk Ólafs Kvaran safnstjóra Listasafns Íslands, eru Guðbjörg Lind Jónsdóttir og Þór Vigfússon fyrir hönd samtaka listamanna, Viktor Smári Sæmundsson fyrir hönd starfsmanna Listasafnsins og Knútur Bruun, en fyrsta verkefni sjóðsstjórnarinnar verður að semja verklags- og úthlutunarreglur, þar sem nánar verður kveðið á um hverjir hafa rétt til að sækja um, og hvaða upphæðir verða í boði. MYNDATEXTI: Á blaðamannafundi í Listasafni Íslands í gær var gerð grein fyrir erfðaskrá Guðmundu Andrésdóttur að viðstöddum fulltrúum listasafnanna þriggja sem Guðmunda ánafnaði listaverkaeign sína, Listasafns Háskólans, Listasafns Reykjavíkur og Listasafns Íslands.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar