Flak breskrar sprengjuflugvélar sótt

Flak breskrar sprengjuflugvélar sótt

Kaupa Í körfu

ÞEIR létust allir samstundis, mennirnir fjórir sem voru um borð í breskri sprengjuflugvél af gerðinni Fairey Battle, en hún fórst á jökli sem er á hálendinu milli Eyjafjarðar og Öxnadals 26. maí 1941. Brotlendingin er talin hafa verið mjög harkaleg. Nú rúmlega 60 árum eftir að vélin fórst er búið að hreinsa svæðið á jöklinum, en 15 manna leiðangur var að störfum í vikunni og lauk við hreinsunarstarfið. Meðal annars voru líkamsleifar mannanna fluttar með þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-LÍF til Akureyrar. Hörður Geirsson á Akureyri leitaði vélarinnar í yfir 20 ár og bar leitin loks árangur síðsumars 1999. Hann hefur alls farið 22 ferðir á jökulinn á undanförnum árum. MYNDATEXTI: Feðgarnir Hörður Geirsson og Arnar Össur Harðarson við flak vélarinnar á jöklinum á hálendinu milli Eyjafjarðar og Öxnadals. Hörður fann vélina eftir 20 ára leit, síðsumars 1999, og hann hefur farið 22 ferðir þangað upp.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar