Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Silja Hauksdóttir

Álfrún Helga Örnólfsdóttir og Silja Hauksdóttir

Kaupa Í körfu

FRÆGÐARSÓL Dísar, sem Birna Anna Björnsdóttir, Oddný Sturludóttir og Silja Hauksdóttir kynntu til sögunnar í samnefndri bók árið 2000, á eftir að rísa næsta föstudag þegar hún birtist í fyrsta skipti á hvíta tjaldinu í Laugarásbíói, Regnboganum og Smárabíói. Þessa geðþekku, en á stundum ráðvilltu Reykjavíkurmær, leikur Álfrún Helga Örnólfsdóttir undir leikstjórn Silju, sem ásamt Birnu Önnu og Oddnýju er jafnframt höfundur handrits. Verkefnið fékk vilyrði fyrir styrkveitingu frá Kvikmyndasjóði árið 2002 og segir Silja þær stöllur hafa endurskrifað handritið svona tíu til fimmtán sinnum á tveimur árum. Tökur hófust svo fyrir tæpu ári og lauk þeim á sex vikum. Framleiðandi myndarinnar er Baltasar Kormákur og fyrirtæki hans, Sögn. MYNDATEXTI: Álfrún Helga Örnólfsdóttir leikkona og Silja Hauksdóttir, leikstjóri myndarinnar um Dís.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar