Klaufar og Kógsdætur

Klaufar og Kógsdætur

Kaupa Í körfu

Tónlist, leikur og gleði verður í fyrirrúmi í leikritinu Klaufar og kóngsdætur, sem fer á fjalirnar í Þjóðleikhúsinu í mars. Fyrsta æfing á þessu nýja verki Ármanns Guðmundssonar, Sævars Sigurgeirssonar og Þorgeirs Tryggvasonar fór fram í Þjóðleikhúsinu á dögunum, en leikstjóri verksins er Ágústa Skúladóttir. Verkið byggist á ævintýraheimi H.C. Andersen, en nú eru 200 ár liðin frá fæðingu hans. Í því býður Þjóðleikhúsið leikhúsgestum á öllum aldri upp á ævintýraglaðning fyrir alla fjölskylduna, þar sem komið verður víða við í ævintýrum hins ástsæla skálds. Tónlist, leikur og gleði verða í fyrirrúmi. Leikendur í Klaufum og kóngsdætrum eru Anna Kristín Arngrímsdóttir, Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, Björgvin Franz Gíslason, Kjartan Guðjónsson, Randver Þorláksson, Sigurður Skúlason, Þórunn Lárusdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir og Örn Árnason.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar