Barbara Westmann

Barbara Westmann

Kaupa Í körfu

ÞETTA er ekki í fyrsta sinn sem bandaríska listakonan Barbara Westman sýnir málverk sín hér á landi en hún sýndi einnig á Kjarvalsstöðum árið 1997. Barbara kom hingað fyrst árið 1996 og heillaðist af íslensku landslagi við fyrstu sýn, opnum sjóndeildarhring og stórum himni, litbrigðum sem hún hafði ekki séð áður. Barbara er þekktust fyrir fjölda forsíðumynda sem hún vann fyrir tímaritið New Yorker og einnig myndir sem hún vann í Boston, af borgarlífinu þar. Hún hefur einnig myndskreytt fjöldann allan af bókum. Ég gæti trúað að myndskreytingar ytra njóti meiri virðingar en hér heima en hér er tilhneigingin til að líta slíka list öðrum augum en myndlistarverk. Myndskreytingar eru að sjálfsögðu unnar á öðrum forsendum en myndlist en góðar myndskreytingar eru engu að síður myndverk sem lifa í minninu. MYNDATEXTI: Barbara Westman hefur sannarlega fundið farveg sinn í listinni, myndir hennar eru kannski engin bylting í sögu málverksins en sýningin er einkar ánægjuleg."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar