Skrifstofur Skeljungs

Skrifstofur Skeljungs

Kaupa Í körfu

Skrifstofurými hafa á umliðnum árum færst í þá átt að verða opnari. Sálir hönnuðu húsnæðið Ýmsir muna höfuðstöðvar Skeljungs sem voru um árabil á Suðurlandsbraut 4 þar sem íburður var mikill fyrir augað, marmari, þung húsgögn, mikið málverkasafn og flestir voru með lokaðar skrifstofur. Um miðjan júní sl. voru höfuðstöðvarnar fluttar um set og tóku algjörum stakkaskiptum við það að skipt var um húsnæði. Nýja húsnæðið, á Hólmaslóð 8, byggist á algjörlega opnu vinnurými þar sem áherslan er á ljósar og léttar innréttingar, samkennd starfsmanna og lágmarks truflun bæði fyrir augað og eyrað. Lokaðar skrifstofur heyra þar sögunni til, fyrir utan eina sem er skrifstofa forstjóra. MYNDATEXTI: Nálægð Fjórar vinnustöðvar liggja hér saman. Glerið í skilrúminu minnir á fólkið í kring en sandblástursfilman kemur í veg fyrir að augu nágrannanna trufli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar