Vigdís og Sandra
Kaupa Í körfu
MARGIR hafa eflaust hlakkað lengi til verslunarmannahelgarinnar og sumir eru þegar haldnir á vit ævintýranna. Þegar blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins komu við á Reykjavíkurflugvelli og Umferðarmiðstöðinni í gærkvöldi lá straumurinn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og fjör var að færast í ferðalanga. Margir voru með gítar undir hönd og flestir með bros á vör, enda mikil ferða- og skemmtanahelgi framundan. MYNDATEXTI: Vigdís Ómarsdóttir og Sandra Brynjarsdóttir (t.h.) voru hressar á Umferðarmiðstöðinni. Vigdís er úr Eyjum og nýtur því þeirra forréttinda að fá að gista í heimahúsi hjá foreldrum sínum. Hún hefur aðeins einu sinni misst af Þjóðhátíð. Þá var hún í Afríku og grét úr sér augun að eigin sögn. Vigdís er í hljómsveitinni VaGína sem spilar á stóra sviðinu í Eyjum á sunnudaginn. Sandra var á leiðinni á hátíðina í fyrsta skipti. Hún ætlaði að vera í tjaldi og sagði markmið helgarinnar vera að skemmta sér vel.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir