Skrifað var undir kaupsamning vegna Símans

Skrifað var undir kaupsamning vegna Símans

Kaupa Í körfu

Geir H. Haarde fjármálaráðherra undirritaði í gær kaupsamning f.h. íslenska ríkisins við Skipti ehf. um kaup Skipta á 98,8% hlut ríkisins í Landssíma Íslands. Kaupsamningurinn er gerður á grundvelli tilboðs sem Skipti ehf. gerðu í hlutabréf ríkisins í Símanum hinn 28. júlí sl., en það var hæst þriggja tilboða sem bárust í eignarhlut ríkisins. MYNDATEXTI: Geir H. Haarde fjármálaráðherra undirritaði samninginn f.h. ríkisins í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Við hlið hans eru bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir en Exista ehf. er í meirihlutaeigu Bakkabræðra Holding.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar