Aðalstræti 10 - fornleifakönnun

Aðalstræti 10 - fornleifakönnun

Kaupa Í körfu

SÍÐUSTU daga hefur staðið yfir fornleifakönnun í Aðalstræti 10. sem hýsti lengi veitingastaðinn Fógetann og nú nýlega Jón forseta, og hafa m.a. komið þar óvenjulegar steinaraðir í ljós undir gólfbitum. Húsið er talið eitt elsta hús í Reykjavík, byggt um miðja 18. öld að því er talið er, þá sem hluti Innréttinganna. Þær hafa verið kenndar við Skúla Magnússon landfógeta, sem ósjaldan er nefndur faðir Reykjavíkur. Á skilti á húsinu stendur að það sé byggt 1752, en aðrar heimildir staðhæfa að það sé frá 1765. MYNDATEXTI: Fornleifafræðingar eru að rannsaka grunninn undir Aðalstræti 10.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar