Vöruskemma Baugs

Vöruskemma Baugs

Kaupa Í körfu

Senn líður að því að BAUGUR hf. fái vöruskemmu sína í Skútuvogi 7 afhenta úr hendi byggingaraðila hússins, Lava hf. Skemman, sem er 10.000 fermetrar að grunnfleti, verður vörudreifingarstöð fyrir allar verslanir undir hatti Baugs hf., Hagkaup, Nýkaup og Bónus, og munu um 80% af öllum vörum til allra verslana verða afgreiddar frá vöruhúsinu. Er það aukning um 20% miðað við núverandi aðstæður. Ásamt vöruhúsinu munu skrifstofur Baugs hf. flytjast í húsnæðið og munu verða staðsettar í 800 fermetra aðstöðu á millilofti hússins. Áætlað er að húsnæðið verði tekið í notkun 25. september næstkomandi. Á meðfylgjandi mynd sést hvernig húsnæðið lítur út að innan en myndin var tekin í reisugilli hússins í síðustu viku. Skyggna úr safni , fyrst birt 19980915 Fyrirtæki 6. síða 23 röð 2 mynd 2d

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar