Verndum bernskuna

Verndum bernskuna

Kaupa Í körfu

Allir sem eru fullorðnir vita hversu bernskan er mikilvæg, enda er þetta mótunarskeið sérhvers einstaklings. Það er ekki eingöngu skylda foreldranna að vernda bernskuna og lofa börnunum að njóta sín heldur bera allar stofnanir þjóðfélagsins þar ábyrgð, hvort sem það er kirkjan, skólinn eða aðrar mikilvægar stofnanir okkar samfélags," sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra á blaðamannafundi sem efnt var til í Rimaskóla í gær þar sem átakið "Verndum bernskuna" var kynnt og formlega hleypt af stokkunum. MYNDATEXTI: Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir verkefnastjóri, Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, Ingibjörg Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Velferðarsjóðs barna, María Kristín Gylfadóttir, formaður stjórnar Heimilis og skóla, og Ingibjörg Þ. Rafnar, umboðsmaður barna. Fyrir aftan þau má sjá söngfugla Rimaskóla sem sungu undir stjórn Snorra Bjarnasonar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar