Barnaheill

Barnaheill

Kaupa Í körfu

"...ég held að við séum svolítið blind á þessi mál hér á Íslandi. Okkur hættir til að hugsa að þetta sé að gerast handan við hafið en ekki hér. Við þurfum að átta okkur á því að þetta er að gerast hér, því miður. Við erum fámenn þjóð og eigum að geta tekist á við þetta, við þurfum að vernda okkar börn." Þetta segir Hrönn Þormóðsdóttir, kerfisfræðingur og verkefnastjóri hjá Barnaheillum, þegar blaðamaður ræddi við hana. Rán Ingvarsdóttir, lögfræðingur hjá Barnaheillum, segir að í janúar verði haldin á vegum Barnaheilla ráðstefna þar sem markmiðið er að varpa ljósi á þau lagaákvæði sem nú þegar eru í gildi um ólöglegt efni á netinu og koma með hugmyndir um hvernig færa mætti löggjöfina til betri vegar. MYNDATEXTI: Rán Ingvarsdóttir lögfræðingur og Hrönn Þormóðsdóttir kerfisfræðingur, starfsmenn Barnaheilla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar