Borgarholtsskóli vígður

Borgarholtsskóli vígður

Kaupa Í körfu

Borgarholtsskóli var vígður á laugardag að viðstöddum Jónasi Sigurðssyni, forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra. Framhaldsskólinn hefur nú starfað í fjögur ár. Hann var reistur í áföngum og var síðasti áfangi hans, þar sem er að finna stjórnunarrými, bókasafn, matsali og vinnustofur, tekinn í notkun í janúar. Myndatexti: Frá vígslu Borgarholtsskóla. Fremst á myndinni eru (f.v.) Jónas Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, Hjörleifur Sveinbjörnsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Rut Ingólfsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar