Flugvöllur viðgerð

Flugvöllur viðgerð

Kaupa Í körfu

Framkvæmdir eru nú að hefjast við endurnýjun flugbrauta Reykjavíkurflugvallar og var austur-vesturbrautinni lokað í gær af þeim sökum. Flugumferð verður því einkum að vera um norður-suðurbrautina auk þess sem nota má suðvestur-norðausturbrautina í ákveðnum tilvikum. Í haust hefur verið unnið við uppfyllingar og öryggissvæði vestan við suðurenda norður-suðurbrautarinnar en í gær var hafist handa við austur-vesturbrautina, þ.e. á brautinni sjálfri. Verður unnið við hana fram í september. Dagana 10. til 24. ágúst verður unnið á brautamótunum og verður völlurinn þá lokaður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar