Manneldisráð

Manneldisráð

Kaupa Í körfu

Þrír næringar- og matvælafræðingar starfa nú hjá Manneldisráði. Standandi er Anna Sigríður Ólafsdóttir, fyrir framan hana situr Laufey Steingrímsdóttir forstöðumaður og til hægri er Hólmfríður Þorgeirsdóttir. "LÍFGAÐU upp á lífið - heilsubót með grænmeti og ávöxtum" er yfirskrift átaks sem heitir Evrópa gegn krabbameini og 16 lönd standa fyrir á sama tíma og varir út þessa viku. Hérlendis standa heilbrigðisráðuneytið, Krabbameinsfélagið og Manneldisráð fyrir átakinu í samvinnu við Hjartavernd. "Markmiðið er að hvetja til aukinnar neyslu á grænmeti og ávöxtum, sérstaklega meðal barna. Þótt allar Evrópuþjóðirnar séu með sameiginlegt átak í þessum efnum er þó sérstök ástæða fyrir okkur Íslendinga að benda á þessar matvörur því við borðum minna af grænmeti og ávöxtum en nokkur Vestur-Evrópuþjóð og það þrátt fyrir að neyslan sé stöðugt að aukast. Þegar börn og unglingar eiga í hlut er grænmetisneyslan sérstaklega fátækleg. Könnun frá 1993 sýndi að 10-15 ára krakkar borða að jafnaði grænmeti sem samsvarar hálfum tómati á dag og ný könnun sýnir að tveggja ára börn fá það sem samsvarar einu salatblaði á dag. Minna gat það varla verið," segir Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar