Dönskukennsla

Dönskukennsla

Kaupa Í körfu

menntamálaráðherra Danmerkur, og Björn Bjarnason menntamálaráðherra gengu frá samningi milli landanna um sérstakan stuðning við dönskukennslu á Íslandi. MENNTAMÁLARÁÐHERRA Danmerkur, Margrethe Vestager, var á Íslandi dagana 11.-13. október í boði Björns Bjarnasonar, menntamálaráðherra. Tilefni komu ráðherrans er undirritun samnings milli landanna um sérstakan stuðning við dönskukennslu á Íslandi. Samningurinn nær til þriggja ára, frá 2001 til 2003, og er gerður í framhaldi af fimm ára samstarfsverkefni landanna um eflingu dönskukennslu og miðlun danskrar menningar á Íslandi sem dönsk stjórnvöld hafa fjármagnað frá árinu 1996. Fjárveitingar Dana til þessa fimm ára verkefnis hafa árlega numið um 20 milljónum íslenskra króna. Í þeim þriggja ára samningi sem undirritaður verður nú er m.a. kveðið á um ráðningu dansks sendikennara við Kennaraháskóla Íslands, ráðningu tveggja danskra farkennara fyrir grunnskóla landsins, styrki til námsferða dönskunema á háskólastigi og sérstök verkefni á sviði endurmenntunar kennara og námsefnisgerðar. Fjárveitingar Dana til verkefnisins nema sem fyrr um 20 milljónum íslenskra króna árlega en fjárframlag Íslendinga 5 milljónum. Sérstök samstarfsnefnd Dana og Íslendinga hefur umsjón með framkvæmd samningsins. Meðan á dvöl Margrethe Vestager stendur heimsótti hún Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands og Sólvallaskóla á Selfossi en í þessum skólum starfa nú danskir lektorar og farkennarar. Hún fór einnig til Þingvalla, Gullfoss og Geysis og skoðaði sig um í Reykjavík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar