Kennarafundur

Kennarafundur

Kaupa Í körfu

Forystumenn Félags framhaldsskólakennara gerðu grein fyrir stöðu kjaradeilunnar á fréttamannafundi í gær. F.v.: Helgi E. Helgason, upplýsinga- og kynningarfulltrúi, Elna Katrín Jónsdóttir formaður og Hjördís Þorgeirsdóttir, varaformaður Félags framhaldsskólakennara. FORYSTUMENN samninganefndar Félags framhaldsskólakennara (FF) segja að enn beri mikið í milli í kjaradeilunni við samninganefnd ríkisins (SNR) og sökuðu ríkisstjórnina um að sýna lítinn samningsvilja á fréttamannafundi sem FF boðaði til í gær. Samninganefnd kennara telur sig hafa slakað á fyrri kröfum sínum um 10% í tilboði sem hún lagði fyrir viðsemjendur sína sl. sunnudag en telur að allt of skammt sé gengið til móts við kröfur þeirra í gagntilboði, sem SNR lagði fram sl. miðvikudag

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar