Ganga Piata

Ganga Piata

Kaupa Í körfu

Mikill kærleikur í árlegri sólstöðugöngu Píeta-samtakanna Píeta-samtökin héldu sína árlegu vetrarsól- stöðugöngu í gærkvöldi til þess að minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Gangan var á tveimur stöðum, Reykjavík og Akureyri. Gangan hófst klukkan 20 við Skarfavita í Reykjavík og Svalbarðsstrandarvita fyrir norðan. 300-400 manns tóku þátt í göngunni í ár. Við vitana var kveikt á kertum og þau sem tóku þátt í göngunni nutu samverunnar hvert með öðru. Þá skrifaði fólk skilaboð um söknuð og ást á plötur sem sett- ar höfðu verið upp á báðum vitunum. Þar verða kveðjurnar yfir jól og áramót og standa undir blikkandi ljósi til að minna hvern og einn á að ástin er eilíf. Mikill kærleikur ríkti og var þetta frábær samverustund að sögn viðstaddra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar