Tannlæknafélagið gefur eina milljón í Nesstofu

Tannlæknafélagið gefur eina milljón í Nesstofu

Kaupa Í körfu

Tannlæknafélag Íslands opnaði á mánudag stéttarfélagstal sitt á Netinu um leið og Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði var afhentur styrkur að upphæð ein milljón króna í tilefni þess að Nesstofusafn hefur tekið við minjasafni félagsins til eignar, skráningar og geymslu. Fyrirhugað er að safnið verði í Nesstofu þegar húsnæðismál safnsins komast í viðunandi horf. Myndatexti: Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður tók við styrknum. Hún stendur á milli Bolla R. Valgarðssonar, framkvæmdastjóra Tannlæknafélags Íslands (t.v.), og Þórarins Jónssonar formanns.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar