Átak gegn brjóstakrabbameini

Átak gegn brjóstakrabbameini

Kaupa Í körfu

Átak í baráttunni við brjóstakrabbamein HALLGRÍMSKIRKJA verður böðuð bleiku ljósi alla helgina, en um allan heim eru 200 kennileiti 40 landa upplýst í byrjun október. Þessi mánuður er helgaður baráttunni gegn brjóstakrabbameini og alþjóðatákn þessa átaks er bleik slaufa. Í Kanada var kveikt á bleikum ljósum við Niagarafossana og í Bandaríkjunum var Empire State-byggingin flóðlýst. Í gærkvöldi kveikti borgarstjóri Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, á kösturunum við Hallgrímskirkju. Þá afhenti Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameins- félagsins, borgarstjóra hanska sem verða til sölu til stuðnings baráttunni við brjóstakrabbamein.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar