Jeppasýning 4x4 - Ýktur - Land Rover.

Jeppasýning 4x4 - Ýktur - Land Rover.

Kaupa Í körfu

Jeppasýning 4x4 FJÖLDI mikið breyttra jeppa var sýndur á jeppasýningu Ferðaklúbbsins 4x4 í Laugardalshöll í síðustu viku. Allir helstu jeppar landsins voru þar samankomnir en lítil aðsókn olli engu að síður skipuleggjendum sýningarinnar vonbrigðum. Hér verður skýrt í máli og myndum frá nokkrum bílum sem vöktu athygli á sýningunni. MYNDATEXTI: Ýktur vakti mikla athygli fyjrir utan sýningarhöllina. Þetta er Land Rover árgerð 1973 sem var skorin í sundur eftir miðju og breikkaður um 25 sentimetra. Annars er búnaðurinn úr ýmsum áttum. Vélin er Ford 400 cu og skiptingin einnig frá Ford. Millikassinn er Borg Warner 1356, framhásing Dana 44, NoSpin og afturhásing Dana 60 semifloat, mjókkuð, breytt í sex gata. Bíllinn er á loftpúðafjöðrum og á 44 Super Swamper á 18,5 breiðum felgum. Eignadi bílsins er Bjarni Gunnarsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar